Wednesday, May 27, 2009

Fimmtán frumleg baðherbergi

Hér er nokkur baðherbergi sem eiga það sameiginlegt að vera frumleg og ólík.
Það er mjög sérstakt( og mjög líklega einsdæmi miðað við aðrar evrópuþjóðir a.m.k) hvað baðherbergi hjá okkur Íslendingum er almennt lík og þetta er sérstaklega áberandi í byggingum þar sem t.d. verktakar áttu í hlut í góðærinu -þeir keyptu svartar og hvítar flísar á byggingu eftir byggingu -þetta varð allsráðandi "norm" hvert sem litið var -allir keyptu svart hvítt og viðar innréttingar !!
Vona að þegar við förum að líta bjartari tíma hér og hjólin fara aftur að snúast að fólk hugi vel að hvernig það vilji móta umhverfi sitt og heimili til frambúðar og skoði fleira en bara það sem er "inn" hverju sinni . Það er eitthvað meira sjarmerandi að koma inná bað þar sem eigandinn hefur leyft persónulegum stíl að finna sér stað með fallegum hlutum úr óvæntri átt og fleiru í þeim dúr ,frekar enn svarthvítt sensational baðherbergi beint uppúr vörulista ; )







































Myndir frá: Country Home -Country Living-Decor Pad
Marie Claire Maison -Metropolitan Home -Maison 9 ofl.


Posted by Picasa

Eldhús Mörtu Stewart

Verð að viðurkenna að ég elska þetta eldhús! Innanhússmógúllinn Martha Stewart er með þetta allt á hreinu ;birtan er mjög skemmtileg í þessu eldhúsi og sérstakt hvað grái liturinn kemur mjúkur út (Virðist reyndar ekki grár á sumum myndanna.)Takið eftir flísunum ,ótrúlega flottar..













Posted by Picasa