Tuesday, September 22, 2009

Antik í aðalhlutverki ( Thomas Hays II)


Hér kemur seinni færslan um Thomas Hays ,verðbréfasalann í New York sem gerðist innanhússhönnuður.Þetta er örugglega eitthvað sem höfðar til þeirra sem hafa áhuga á antik en heima hjá Hays og hans frú er nóg af slíkum gersemum.
Fallegir og séstakir hlutir sem koma að mestu frá Asíu og eru margra margra alda
gamlir(ca. spænski rannsóknarrétturinn!) - og koma á himinháu verði en...
það kostar ekkert að skoða : )
kveðja,Ágústa.












Óska eftir framleiðanda sem getur kóperað þessa hendi sem fyrst,omg !








Eldhúsið er nútímalegt og bjart






Garðurinn ..

Thomas Hays - bilaður hönnuður !!

Hvað gætu fyrrum verðbréfasali á Wall Street ,og hönnuður sem skyndilega slær rækilega í gegn, átt sameiginlegt ? Jú, þeir eru einn og sami maðurinn , því Thomas Hays innanhússhönnuður sem býr í New York og er nú upp fyrir haus í hönnunarverkefnum ,var fyrir nokkrum árum verðbréfasali á Wall Street en söðlaði
(að því er virðist skyndilega) algerlega um ,gerðist innannhússhönnuður og ferðast þar að auki um heiminn í leit að sérstökum, dýrmætum antikmunum fyrir sjálfan sig og kúnna sína.
Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég rakst á blogg í gær þar sem fjallað er um hönnun hans, heimili, og nýlegt hótel sem hann hefur opnað í Marokkó ,(Riad Meriem) var að deila því með ykkur ; ) .
Þegar maður skoðar vefsíðu hótelsins sem hann opnaði fyrir 2 árum koma myndirnar mjög stórar og flottar upp ,og áhrifin eru sláandi.
Myndirnar hér á blogginu eru minni ,get því miður ekkert gert í því.
En dásamleg lýsing,áferð, andrúmsloft og stemning skilar sér samt vonandi .Næsta færsla á eftir er svo frá heimili Hays í N.Y sem er ólýsanlega flott og fullt af karakter.
En hér er s.s. Boutique Hótelið Riad Meriem í Marrokkó..




Svítan Mattisse,-elska ljósin yfir rúminu..


Rómó rósabað -já takk!





Hays hefur skemmtilega tilfinningu fyrir litum og teflir björtum
litum saman við matta jarðliti þannig að útkoman verður óvænt og fáguð.
Algjör snilld þetta ljós - húmor í því!

omg !

















Mmm ,Riad Meriem -held ég leggi nafnið á minnið -
maður veit aldrei hvar maður lendir í lífinu !
(Myndir frá:Desire to Inspire ,flikr ofl.)