Thursday, July 30, 2009

Heima hjá Heidi, Seal og fleiri celebs ..


Veit ekki með ykkur lesendur góðir ,en ég hef gaman af að sjá hvert mikil velgegni og ríkidæmi leiðir fólk þegar að vistaverum kemur.
Margir ráða misgóða arkitekta og innanhússhönnuði og útkoman er í samræmi við það .

Þessar myndir eru allar fengnar af síðu Point Click Home og sýna heimili þekktra persóna;model,söngvarar leikarar ofl. Góða skemmtun : )

Hafið það svo yndislegt um verslunarmannahelgina og farið varlega -kveðja Ágústa.




Þetta er eitt af heimilum Heidi Klum og Seal -ekki leiðinlegt hjá þeim, og eftir smá dífu í lauginni bakar Seal ..



..skonsur fyrir Heidi!


Kelsey Grammer minnir mig að þessi heiti-eða bara Frasier..


Huggulegt þarna ..


Josh Groban í líflegu eldhúsi sínu


Erfingi Hilton auðæfanna; Nicky Hilton - æ ,æ nei Nicky !

Cindy Craword býr hér -fallegt,hlýlegt .

Minnir að þessi leikkona heiti Vanessa Williams og leiki í Ugly Betty


Unglingastjarnan Miley Cyrus í herginu sínu..



og hér er skó-HERBERGIÐ hennar ; )



Rokkstjarnan Lindsay Buckingham í L.A.


Hver man ekki eftir himinn-bláeygum Lindsey Buckingham úr Fleetwood Mac?
Veit alla vega að undirrituð sat dáleidd fyrir framan kassann þegar hann söng um Diane og óskaði þess helst að geta sungið líka ..sungið hann til mín -ekki Diane ,oj !
En að öllu gamni slepptu þá býr þessi popppési bara virkilega vel enda giftur konu sem er innanhússhönnuður og ljósmyndari að mennt ,en þau kynntust fyrir 13 árum þegar hún var ráðin til að taka myndir af honum án þess að hún vissi fyrirfram hvern hún væri að fara að mynda.
Það sem er eftirtektarvert við þetta hús er að í kjallara undir bílskúr er hljóðver Lindsay's með samliggjandi aukaíbúð fyrir félagana svo þeir þurfi ekki að trufla heimilislífið þegar þeir eru við upptökur - þetta kallar maður lúxus .
Það sem heillar mig mest í þessi innliti er þó veröndin sem algert yndi ,en dæmi nú hver fyrir sig .. : ) Allar myndirnar eru frá Elle Decor














Þetta er aðeins of amerískt fyrir moi-
of mikið að gerast í gardínudeild ; )




Skemmtilegur grænmetisreitur hér

"semdu nú lag -eitthvað gott lag- eins og í gamla daga" !



hér gæti ég hugsað mér að chilla aðeins mm-hmm !


Posted by Picasa