Tuesday, May 19, 2009

Himnesk herbergi ..

Hér er yndislegur herbergiskokkteill
sem sannarlega gleður augað .
Rýmin lýsa sér sjálf svo ég segi bara njótið vel !
Kveðja 'Agústa
Domino

Mas de la Baume-Gordes ,Provence

Herbergi í gamalli kirkju sem var breytt í íbúð


Hótel Caravanserai í Marokkó



Er ekki minimalisti,en þetta herbergi gæti ég flutt inn í í dag ..

Desire to Inspire


takið eftir ljósakrónunum á næst myndum
bara flottar..




An Indian Summer



Desire to Inspire (Summer Thornton)





Country Home


Elle Decor



(Minnir að þessi sé frá Decor Pad)

Desire to Inspire




Graham and Green - Mjög spennandi verslun (grahamandgreen.co.uk)



Geggjað antik-viðar-stykkið ofan á þessum gafli !



Léttar ódýrar lausnir-fyrir svefnherbergi


Þessar myndir eru skemmtilegar en á þeim má sjá hve ótrúlega margt má gera úr littlu.
(Gula rammann síðast er hægt að gera í öllum stærðum ,litum og munstrum-bara gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn )
Hjartamyndasafnið er frábær hugmynd fyrir unglingaherbergi eða ungt fólk að byrja búskap .

Fyrir aðeins meira "fullorðins " er sniðugt að taka myndir úr listaverkabókum (sem þú tímir að taka úr eða mátt missa ) og ramma inn í t.d. 9 jafnstóra ramma eins og gert er á mynd 3 ,til að fá heildrænt sláandi lúkk.(Hefði persónulega notað annað myndefni en þarna er gert -fullþungt yfir þessu ; ) .

Það er líka flott að hafa bland af misstórum römmum eins og sést á fyrstu myndinni en er gott huga vel að uppröðun og jafnvægi milli þeirra og helst hafa sama eða svipaðan lit á römmum-mjög flott að nota spegilinn sem focal-point.

Það eru margar fleiri góðar hugmyndir ,en því miður fann ég ekki mynd af vegg af sem er veggfóðraður(í sömu breidd og rúmið) og svo settur myndarammi meðfram -frábær hugmynd sem ég pósta þegar ég finn aftur ; ).
Að lokum verð ég að nefna hvað litir gera mikið eins á sést líka á sumum myndanna -og það er jú alltaf ódýrasta leiðin til að fríska upp og breyta til !

P. S. Mig langar mjög að gera þetta blogg að vettvangi skoðana -og hugmyndaskipta og hvet ykkur til að endilega senda mér myndir af breytingum hjá ykkur (þurfið ekki að gefa upp nafn nema þið viljið ; )) og því sem er skemmtilegt og spennandi -ef mér finnst það passa hér inn birti ég það hiklaust ,öllum til gleði og ánægju!




Einföld hugmynd-persónulegt og fallegt


Fallegt veggfóður

Mynd: Belle Maison


Sniðugt! (Desire to Ispire)

Ferskur litur fer langa leið ..





Decor Pad


Style Court


Style Court


Mynd,loftljós og borðljós skapa fallega heild hér.


Belle Maison


Hér voru notuð 3 hurðarspjöld ,þau lökkuð og fest á vegginn
Mynd :Belle Maison


Rusic country
Belle Maison

Gamlir vasaklútar rammaðir inn ..


Belle Maison