Þessar myndir eru skemmtilegar en á þeim má sjá hve ótrúlega margt má gera úr littlu. (Gula rammann síðast er hægt að gera í öllum stærðum ,litum og munstrum-bara gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn ) Hjartamyndasafnið er frábær hugmynd fyrir unglingaherbergi eða ungt fólk að byrja búskap .
Fyrir aðeins meira "fullorðins " er sniðugt að taka myndir úr listaverkabókum (sem þú tímir að taka úr eða mátt missa ) og ramma inn í t.d. 9 jafnstóra ramma eins og gert er á mynd 3 ,til að fá heildrænt sláandi lúkk.(Hefði persónulega notað annað myndefni en þarna er gert -fullþungt yfir þessu ; ) .
Það er líka flott að hafa bland af misstórum römmum eins og sést á fyrstu myndinni en er gott huga vel að uppröðun og jafnvægi milli þeirra og helst hafa sama eða svipaðan lit á römmum-mjög flott að nota spegilinn sem focal-point.
Það eru margar fleiri góðar hugmyndir ,en því miður fann ég ekki mynd af vegg af sem er veggfóðraður(í sömu breidd og rúmið) og svo settur myndarammi meðfram -frábær hugmynd sem ég pósta þegar ég finn aftur ; ). Að lokum verð ég að nefna hvað litir gera mikið eins á sést líka á sumum myndanna -og það er jú alltaf ódýrasta leiðin til að fríska upp og breyta til !
P. S. Mig langar mjög að gera þetta blogg að vettvangi skoðana -og hugmyndaskipta og hvet ykkur til að endilega senda mér myndir af breytingum hjá ykkur (þurfið ekki að gefa upp nafn nema þið viljið ; )) og því sem er skemmtilegt og spennandi -ef mér finnst það passa hér inn birti ég það hiklaust ,öllum til gleði og ánægju!
Einföld hugmynd-persónulegt og fallegt
Fallegt veggfóður
Mynd: Belle Maison
Sniðugt! (Desire to Ispire)
Ferskur litur fer langa leið ..
Decor Pad
Style Court
Style Court
Mynd,loftljós og borðljós skapa fallega heild hér.
Belle Maison
Hér voru notuð 3 hurðarspjöld ,þau lökkuð og fest á vegginn
Velkomin .Ég heiti Ágústa og elska allt sem viðkemur innanhússhönnun, fallegum vistaverum, og því sem gleður augað.
Hef unnið sem stílisti ,m.a. fyrir Hús og Híbýli en sel og dreyfi póstkortum og fl. eftir franskar listakonur sem má finna í búðum eins og Maður Lifandi,Tekk Company ,Ostabúðin og fl.
Tímarit sem tengjast innanhússhönnun hafa hækkað mikið undanfarið og því ákvað ég að byrja að blogga og deila góðum ráðum,hugmyndum ,og myndefni með ykkur lesendum.
Mun reyna að upplýsa ,skemmta og umfram allt veita innblástur, njótið vel og kíkið endlega við aftur !
Með góðri kveðju , Ágústa D.