Tuesday, June 9, 2009

Borðstofur 1

Jæja ,hér er fyrsta færslan með borðstofum á Innblæstri -kominn tími til ;)
Hef geymt þessa færslu lengi en ákvað að skella saman smá bræðing fyrir svefninn.
Finnst stemningin ,stíllinn og hugmyndirnar margar rosa flottar hér, (langar alveg rosalega í ljósin á fyrstu myndinni (það sést varla að þau eru tvö) - og loft-viðarstykkið auðvitað líka,omg!
Þó er oft eitt og annað sem að maður mundi gera öðruvísi þegar maður skoðar innannhússblöð og blogg -en tilgangurinn með því að skoða er einmitt sá að nýta sér það sem höfðar til manns ,ekki endilega að kopera heilu herbergin !
Takið líka eftir því hvað stólarnir eru ótrúlega ólíkir og fjölbreytilegir þegar þið rennið augunum yfir myndirnar ,tauklæddir,franskir bistro,oriental,körfu, plexí ,smíðajárn ofl. , !
Njótið vel - góða nótt .Kveðja, Ágústa.




















ELSKA þetta : )
og þetta.. þrátt fyrir dökka umgjörð-stólarnir og borðið e-ð svo afslappað og hlýlegt ; )























Graham and Green -flott búð í London

Þessi búð í London er rosa skemmtileg ,ótrúlega margt girnilegt veraldlegt gúmmelaði sem maður þarf svo sem ekkert á halda en gaman er að skoða ;).

Það er kanski óðs manns æði að vera að láta sig dreyma um fallega hluti í ástandinu sem nú ríkir, en persónulega finnst mér samt að við ættum að leyfa okkur að sjá og skoða það sem gefur okkur ánægju og innblástur . Við þurfum ekki alltaf að eignast eða kaupa það sem við sjáum-bara njóta þess, sammála : ) ?

Kveðja Ágústa D.

ok. - myndi samt alveg vilja eiga þennann sæta púða !