Þessar myndir eru sóttar á vefsíðu franska stílistans Nathalie Vingot Mei sem ég þekki reyndar ekkert til ,og þegar ég hnaut um þær á netinu varð ég að smella nokkrum hér inn svo að þið getið notið sjarmans.
Natalie er frá Aix en Provence og vinnur við að stílisera gististaði í þessum suður franska stíl .
Það sem einkennir stíl Natalie er einföld og yfirveguð fágun sem meðal annars birtist í náttúrulegum efnum eins og hör og bómull,fallegu líni, gömlum kristalskrónum og fylgihlutum með karakter.
(Reyndar einkennist frönsk innannhússhönnunn og skreytingar einmitt mjög af þessum þáttum -þó sérstaklega s-franskur stíll)
: ) ...
Með góðri kveðju Ágústa D.