Hvað gætu fyrrum verðbréfasali á Wall Street ,og hönnuður sem skyndilega slær rækilega í gegn, átt sameiginlegt ? Jú, þeir eru einn og sami maðurinn , því Thomas Hays innanhússhönnuður sem býr í New York og er nú upp fyrir haus í hönnunarverkefnum ,var fyrir nokkrum árum verðbréfasali á Wall Street en söðlaði
(að því er virðist skyndilega) algerlega um ,gerðist innannhússhönnuður og ferðast þar að auki um heiminn í leit að sérstökum, dýrmætum antikmunum fyrir sjálfan sig og kúnna sína.
Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég rakst á blogg í gær þar sem fjallað er um hönnun hans, heimili, og nýlegt hótel sem hann hefur opnað í Marokkó ,(Riad Meriem) var að deila því með ykkur ; ) .
Þegar maður skoðar vefsíðu hótelsins sem hann opnaði fyrir 2 árum koma myndirnar mjög stórar og flottar upp ,og áhrifin eru sláandi.
Myndirnar hér á blogginu eru minni ,get því miður ekkert gert í því.
En dásamleg lýsing,áferð, andrúmsloft og stemning skilar sér samt vonandi .Næsta færsla á eftir er svo frá heimili Hays í N.Y sem er ólýsanlega flott og fullt af karakter.
En hér er s.s. Boutique Hótelið Riad Meriem í Marrokkó..
Svítan Mattisse,-elska ljósin yfir rúminu..
Rómó rósabað -já takk!
Hays hefur skemmtilega tilfinningu fyrir litum og teflir björtum
litum saman við matta jarðliti þannig að útkoman verður óvænt og fáguð.
Algjör snilld þetta ljós - húmor í því!
omg !
Mmm ,Riad Meriem -held ég leggi nafnið á minnið -maður veit aldrei hvar maður lendir í lífinu !
(Myndir frá:Desire to Inspire ,flikr ofl.)