Monday, July 27, 2009

Nokkrir góðir dagar á skrifstofunni..heima !

Þó svo að við getum kanski ekki öll fengið eins flott skrifstofuhorn eins og á fyrstu myndinni hér að neðan (úlala!) getum við örugglega oft komið okkur upp betri aðstöðu en við höldum ,þurfum bara að hugsa aðeins út fyrir rammann,setja upp nokkrar hillur fyrir ofan einfalt skrifborð, og málið er dautt - ekki satt?
Nú þegar haustið fer að nálgast og innivera eykst veit ég nákvæmlega hvað ég ætla að gera; nefnilega koma tölvunni ÚT úr svefnherberginu og gera lítið skrifstofuhorn í stofunni.(Af tveimur slæmum kostum er stofan skárri !)Vona að einhver fái innblástur af þessum myndum og láti ti skarar skríða líka -góða skemmtun ; ).Ágústa D












Takið eftir hillunni til hægri -gaman að geta raðað uppskriftabókunum sínum hér.


Góð fermetra nýting hér-frábær hugmynd














Myndir eru frá Country Home,Flickr,Decor Pad ofl.

Posted by Picasa