Það er eitthvað ómótstæðilega svalt við marokkóskan stíl og gaman að sjá hvað t.d. áferð á veggjum ,litir ,lýsing ,smíðajárn og þykkur útskorinn viður spilar stórt hlutverk í allri innan/utanhússhönnun hjá þeim.
Alls kyns geggjaðar flísar sjást mikið og eins má sjá hve vefnaður er stór hluti af menningu Marokkóbúa en þar koma púðar ,mottur, gardínur ,leirvasar o.fl. mikið við sögu .
Það má finna ýmislegt skemmtilegt í verslunum hér heima til að ná þessu andrúmslofti (mætti þó vera meira ) ,en Pier er fyrsta búðin sem undirritaðri dettur í hug .Væri til í að vita meira um Marokkó og er orðin mjög forvitin að sjá meira en bara fallegar myndir -þvílík fegurð .
No comments:
Post a Comment