Friday, June 12, 2009

Sköna Hem -frábært blað


Halló halló -hef ekkert náð að setja hér inn sökum anna en það er eins og þegar loksins kemur sól á Íslandi verði maður soldið skitsó og ætli að gera allt í einu á þessu stutta sumri okkar !
Er kolfallin fyrir sænska innannhússblaðinu Sköna Hem sem ég vissi ekki fyrr en nýlega að væri svona fullt af fallegu efni í bæði gömlum og nýjum stíl - e.k. modern, country
vintage -bohem bræðingur sem virkar vel hjá svíunum . Skellti þessum myndum af vefsíðu þeirra hér inn og vona að einhver hafi gaman af .
Við byrjum úti í garði en færum okkur svo inn í sæt eldhús og,stofur og fleira . ...njótið og góða helgi : ) ád
(skoðið meira á http://www.skonahem.se/)























Wednesday, June 10, 2009

Skreytt með skeljum

Það er eitthvað ómótstæðilegt við skeljar og mjög gaman að skreyta með þeim .Þegar ég er í fríi einhverstaðar í útlöndum sogast ég að þessum sjávarundrum og finnst spennandi að vita hvað ég rekst á og kaupi stundum eitthvað sætt.
Það er líka einfalt að gera borðskreytingu eins og á annari myndinni hér, og auðvitað hægt að nota ýmiskonar glerskálar sem maður á . Létt og sumarlegt fyir næsta saumó eða matarboð -be my guest!
Kveðja , Ágústa D.





















Myndir frá: Completely coastal, County Living, Horchow ofl.

Tuesday, June 9, 2009

Borðstofur 1

Jæja ,hér er fyrsta færslan með borðstofum á Innblæstri -kominn tími til ;)
Hef geymt þessa færslu lengi en ákvað að skella saman smá bræðing fyrir svefninn.
Finnst stemningin ,stíllinn og hugmyndirnar margar rosa flottar hér, (langar alveg rosalega í ljósin á fyrstu myndinni (það sést varla að þau eru tvö) - og loft-viðarstykkið auðvitað líka,omg!
Þó er oft eitt og annað sem að maður mundi gera öðruvísi þegar maður skoðar innannhússblöð og blogg -en tilgangurinn með því að skoða er einmitt sá að nýta sér það sem höfðar til manns ,ekki endilega að kopera heilu herbergin !
Takið líka eftir því hvað stólarnir eru ótrúlega ólíkir og fjölbreytilegir þegar þið rennið augunum yfir myndirnar ,tauklæddir,franskir bistro,oriental,körfu, plexí ,smíðajárn ofl. , !
Njótið vel - góða nótt .Kveðja, Ágústa.




















ELSKA þetta : )
og þetta.. þrátt fyrir dökka umgjörð-stólarnir og borðið e-ð svo afslappað og hlýlegt ; )