Friday, August 28, 2009

Hrikalega flottir vaskar ..



Það allra nýjasta í framleiðslu á eldhús og baðgræjum erlendis eru vaskar úr handhömruðu burstuðu stáli. Þó svo að svona augnkonfekt nái ekki að skolast uppá gamla févana skerið okkar í náinni framtíð er óneitanlega gaman að sjá , skoða ,og njóta gersemana á myndum -eða það finnst mér a.m.k !!
Fyrsti vaskurinn hér að ofan er stál-mósaík ;hrikalega flottur ..og hriiiikalega dýr .Þar á eftir koma bæði svipaðar og ólíkar útfærslur af vöskum sem ég vona að þið hafið gaman af .

Njótið helgarinnar :)


Country Home



Country Home



Hversu fallegt er þetta -alger list

Síðustu 3 myndirnar að neðan eru allar frá frönskum gististað og sýna 3 skemmtilegar útgáfur af vöskum









Posted by Picasa

Tuesday, August 18, 2009

Eldhúseyjur og barir ..




Langaði að sýna ykkur ágætu lesendur mismunandi útfærslur af eyjum í eldhúsi og hér er útkoman.
Það eru óteljandi leiðir sem hægt er að fara í þessum efnum og auðvitað altaf spurning að finna út hvað hentar hverju og einu eldhúsi best ,en það getur verið allt frá lítilli frístandandi Ikea eyju upp í sérsmíðaða og volduga eyju með barstólum .

Svo er spurning hvort setja á vask eða helluborð í eyjuna- það ræðst oftast af stærð, rými og smekk .
En hér eru alla vega nokkrar hugmundir sem vonandi veota innblástur :)



Elska háfinn ! (Mynd:Simply Natural)



Yndislegt antikborð sem er notað sem eyja
hér og krónan falleg með grænum steinum..
Franskt eldhús? Nei ,danskt !


Stílhreint- einfalt (House and Home)



House Beautiful




(Óþekktur uppruni)



Decorpad



Decorpad




Frumlegt og flott !Groddalegur múrsteinn
og gamalt eikarparket gefa þessu eldhúsi karakter,skemmtileg borðplatan .



Desire to Inspire

My Home Ideas


Decorpad


Spurning hvort hlaupahjól fylgi með þessu rúmgóða eldhúsi ; )


Ikea er með eldhúsinniéttingu í burstuðu stáli svipaða og þessa -
flott að nota bambusgardínu og antik stóla til að mýkja kalt stál-lúkkið .
Sumum gæti þótt þetta þungt og drungalegt en ákvað leyfa myndinni að fljóta með ..


Southern Accents



Málaður panill (eins og í þessu hlýlega eldhúsi og á eyju) er bara málið.


Veit að skoðanir eru mjög skiptar og mörgum finnst svo mikill sjarmi í panil að hann eigi ekki að snerta .Ég gæti ekki verið meira ósammála -finnst myndir njóta sín miklu betur á máluðum panelveggjum en ómáluðum ,og til að færa rök fyrir máli mínu mun ég gera panilveggfærslu fljótlega..fylgist með !!



My Home Ideas


Óþekktur uppruni



Homes and Gardens/Simply natural

Decorpad



Myndauppröðun -getting the hang of it ..


Hér eru hugmyndir að því hvernig má raða myndum á veggi heimilisins sem ég vona að komi að góðum notum .

Lenti í smá vandræðum þegar ég var að vinna færsluna því ég vildi fá fjölbreytni og margar útfærslur af veggjum (málverk og fl.), en fann mestmegnis svarthvítar myndauppsetningar - sama hvað ég reyndi -vona þó að þetta geri gagn -endilega sendið mér línu ef ykkur líkar : )















































(Þessi mynd kemur upp í eldhúsfærslu hér á Innblæstri en ég stóðst ekki mátið og smellti henni með ,og til gamans má geta að eigendurnir eru hjónin sem reka og eiga danska fata og gjafavörufyrirtækið Day Birger et Mikkelsen ;) )



















Myndir frá :Point click Home, Metropolitan Home, BelleMaison23, Decorpad, Desire to Inspire, Country Home ofl.