Þessari færslu ætti að fylgja viðvörun því hún er ekki fyrir nútímakonur sem vilja skarpar línur og minimalisma í innanhússhönnun og fatavali .Hún er fyrir dreymnar ,rómantískar konur sem hafa ekkert á móti smá nostalgíu ; )
Myndirnar eru frá Blomsterverkstað ,bloggi sænskrar blómaskreytingarkonu með mjög fallega síðu .Hún fann þessa búð (sem myndirnar eru teknar í) í Uzes í Frakklandi og bara er að missa sig yfir öllu þar inni -kallar þetta fallegustu búð sem hún hefur komið inn í .Heimilislínan sem sést á nokkrum myndanna sýnist mér vera frá Comptoir de Familie (að hluta) sem vill svo til að er selt á Íslandi .
(Búðin heitir Nóra og er á Dalvegi í Kópavogi,yndiseg búð ef maður er fyrir svona sætan sveitastíl- margt flott í bústaðinn ).
Fötin sem sjást þarna finnast klárlega ekki hér heima ,en þau eru úr hör og bómull og henta þessum s-franska lífsstíl mjög vel.
Kíkið endilega á síðu Minnu - Blomsterverkstad ,linkur á síðunni hér ..
No comments:
Post a Comment